Vonbrigði að nýr meirihluti vilji Bitruvirkjun Magnús Már Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2008 20:45 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. MYND/Egill Bjarnason Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að það séu vonbrigði að nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur ætli að hefja rannsóknir að nýju í tengslum við Bitruvirkjun. Stjórn Orkuveitunnar samþykkti á fundi sínum 20. maí síðastliðnum tillögu um að hætta undirbúningi við Bitruvirkjun. ,,Að fengnu áliti Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum Bitruvirkjunar samþykkir stjórn OR að hætta undirbúningi Bitruvirkjunar og að fresta öllum frekari framkvæmdum á svæðinu," segir í bókun stjórnarinnar. Í framhaldinu sagði Kjartan Magnússon, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, að áformum um virkjun Bitru yrði ekki haldið áfram á kjörtímabilinu. ,,við vorum afskaplega ánægð með þá ákvörðun og töldum að borgarstjórn hefði breytt rétt og tekið mark á eindregnum vilja Íslendinga leyfi ég mér að fullyrða. Þannig að það veldur okkur miklum vonbrigðum að sjá þetta í nýjum málefnasamningi," segir Aldís. Bæjarbúar hafa miklar áhyggjur af umhverfismengun og loftmengun, að sögn Aldísar sem segir að bæjarfélagið sé að fara fyrir stöðuna sem upp er komin. ,,Það hafa engar forsendur verið kynntar fyrir okkur sem gefa til kynna að eitthvað hafi breyst í þessu verkefni sem breytt getur okkar afstöðu. Við höfum ekki fengið kynningu á því að setja eigi upp nýjar mengunarvarnabúnað, flytja eigi borholur eða virkjunina. Sé verið að tala um framhald á virkjanaáformum eins og þau voru lögð upp fyrr á þessu ári þá teljum við að það sé afskaplega mikil skammsýni af borgarstjórn að fara af stað með þessum hætti," segir Aldís. Aldís segir að hún hafi sent Hönnu Birnu Kristjánsdóttur bréf í vikunni þar sem Hveragerðisbær óskar eftir fundi um málið. Aldísi líst ágætlega á nýjan meirihluta í Reykjavík. ,,Þetta er allt hið mætasta fólk. Ég treysti þeim til að gera góða hluti og þar á meðal að gera ekki neitt sem gæti skert lífsgæði annarra og þar er ég að tala um Bitruvirkjun." Tengdar fréttir Áskilja sér allan rétt verði af Bitruvirkjun Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti aukafundi í morgun harðorða bókun gegn Bitruvirkjun sem rísa á í nágrenni bæjarins. Þar áskilja forsvarsmenn bæjarins sér allan rétt til aðgerða verði af virkjuninni. 13. maí 2008 13:23 „Í samræmi við það sem við höfum sagt“ „Við getum ekki annað fagnað þessari niðurstöðu, Þetta er í samræmi við það sem við höfum sagt," segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, um álit Skipulagsstofnunar vegna Bitruvirkjunar. Stofnunin telur að bygging Bitruvirkjunar á Hengilssvæðinu sé ekki ásættanleg vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. 19. maí 2008 16:17 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að það séu vonbrigði að nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur ætli að hefja rannsóknir að nýju í tengslum við Bitruvirkjun. Stjórn Orkuveitunnar samþykkti á fundi sínum 20. maí síðastliðnum tillögu um að hætta undirbúningi við Bitruvirkjun. ,,Að fengnu áliti Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum Bitruvirkjunar samþykkir stjórn OR að hætta undirbúningi Bitruvirkjunar og að fresta öllum frekari framkvæmdum á svæðinu," segir í bókun stjórnarinnar. Í framhaldinu sagði Kjartan Magnússon, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, að áformum um virkjun Bitru yrði ekki haldið áfram á kjörtímabilinu. ,,við vorum afskaplega ánægð með þá ákvörðun og töldum að borgarstjórn hefði breytt rétt og tekið mark á eindregnum vilja Íslendinga leyfi ég mér að fullyrða. Þannig að það veldur okkur miklum vonbrigðum að sjá þetta í nýjum málefnasamningi," segir Aldís. Bæjarbúar hafa miklar áhyggjur af umhverfismengun og loftmengun, að sögn Aldísar sem segir að bæjarfélagið sé að fara fyrir stöðuna sem upp er komin. ,,Það hafa engar forsendur verið kynntar fyrir okkur sem gefa til kynna að eitthvað hafi breyst í þessu verkefni sem breytt getur okkar afstöðu. Við höfum ekki fengið kynningu á því að setja eigi upp nýjar mengunarvarnabúnað, flytja eigi borholur eða virkjunina. Sé verið að tala um framhald á virkjanaáformum eins og þau voru lögð upp fyrr á þessu ári þá teljum við að það sé afskaplega mikil skammsýni af borgarstjórn að fara af stað með þessum hætti," segir Aldís. Aldís segir að hún hafi sent Hönnu Birnu Kristjánsdóttur bréf í vikunni þar sem Hveragerðisbær óskar eftir fundi um málið. Aldísi líst ágætlega á nýjan meirihluta í Reykjavík. ,,Þetta er allt hið mætasta fólk. Ég treysti þeim til að gera góða hluti og þar á meðal að gera ekki neitt sem gæti skert lífsgæði annarra og þar er ég að tala um Bitruvirkjun."
Tengdar fréttir Áskilja sér allan rétt verði af Bitruvirkjun Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti aukafundi í morgun harðorða bókun gegn Bitruvirkjun sem rísa á í nágrenni bæjarins. Þar áskilja forsvarsmenn bæjarins sér allan rétt til aðgerða verði af virkjuninni. 13. maí 2008 13:23 „Í samræmi við það sem við höfum sagt“ „Við getum ekki annað fagnað þessari niðurstöðu, Þetta er í samræmi við það sem við höfum sagt," segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, um álit Skipulagsstofnunar vegna Bitruvirkjunar. Stofnunin telur að bygging Bitruvirkjunar á Hengilssvæðinu sé ekki ásættanleg vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. 19. maí 2008 16:17 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Áskilja sér allan rétt verði af Bitruvirkjun Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti aukafundi í morgun harðorða bókun gegn Bitruvirkjun sem rísa á í nágrenni bæjarins. Þar áskilja forsvarsmenn bæjarins sér allan rétt til aðgerða verði af virkjuninni. 13. maí 2008 13:23
„Í samræmi við það sem við höfum sagt“ „Við getum ekki annað fagnað þessari niðurstöðu, Þetta er í samræmi við það sem við höfum sagt," segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, um álit Skipulagsstofnunar vegna Bitruvirkjunar. Stofnunin telur að bygging Bitruvirkjunar á Hengilssvæðinu sé ekki ásættanleg vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. 19. maí 2008 16:17