Erlent

Kappræður Palin og Biden í nótt

Viðureignar Söruh Palin, varaforsetaefnis Repúblikanaflokksins, og Joe Bidens, varaforsetaefnis Demókrataflokksins, er beðið með umtalsverðri eftirvæntingu.
Viðureignar Söruh Palin, varaforsetaefnis Repúblikanaflokksins, og Joe Bidens, varaforsetaefnis Demókrataflokksins, er beðið með umtalsverðri eftirvæntingu.

Sjónvarpskappræður bandarísku varaforsetaefnanna fara fram í nótt. Viðureignar Söruh Palin, varaforsetaefnis Repúblikanaflokksins, og Joe Bidens, varaforsetaefnis Demókrataflokksins, er beðið með umtalsverðri eftirvæntingu.

Bæði hafa eytt síðustu dögum undir feldi við undirbúning kappræðna sem hefjast klukkan eitt eftir miðnætti að íslenskum tíma.

Reynsla Biden er mun meiri Palin en fréttaskýrendur segja að hann megi ekki vanmeta andstæðing sinn.

Í skoðanakönnun sem Fox News birti í dag telja fleiri kjósendur að Biden muni sigra kappræðurnar. Aftur á móti kom fram í sömu könnun að fleiri hrífast af Palin heldur en Biden.

Biden hefur setið í öldundardeild Bandaríkjaþings frá 1972 en hann var einungis þrítugur þegar hann náði kjöri. Síðan þá hefur hann verið endurkjörinn fimm sinnum.

Palin var kjörin fylkisstjóri Alaska fyrir tveimur árum og í þeirri kosningabaráttu þótti hún standa sig afar vel. Af þeim sökum segja fréttaskýrendur að Biden geti ekki vanmetið hæfni hennar í kappræðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×