Erlent

Á þriðja tug látinn í sprengjuárás í Pakistan

Að minnsta kosti 23 féllu og fimmtán særðust þegar sprengja sprakk fyrir utan bráðamóttöku sjúkrahúss í norðvesturhluta Pakistans í morgun.

Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér. Ótryggt ástand hefur verið í þessum hluta Pakistans síðustu misseri vegna baráttu yfirvalda við talibana og al-Kaída liða sem hafa flúið yfir landamærin frá Afganistan en ekki síst vegna deilna um völd í landinu.

Pervez Musharraf sagði af sér embætti forseta Pakistans í gær vegna yfirvofandi ákæru um brot í starfi. Stjórnmálaskýrendur segja nú reyna á samsteypustjórn á þingi að stilla til friðar eftir brotthvarf Musharrafs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×