Erlent

Farangur í óskilum um alla Evrópu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bilun í tölvukerfi á Heathrow-flugvelli í London hefur leitt til þess að farangur nokkur þúsund farþega hefur ekki skilað sér á leiðarenda. Þetta hefur haft þær afleiðingar að þúsundir farþega um alla Evrópu finna ekki farangur sinn á áfangastað.

Þegar flug British Airways númer 316 hófst í gær kom skömmu síðar í ljós að farangur 50 farþega sem þar voru um borð var enn staddur á flugvellinum og hafði aldrei farið um borð í vélina. Starfsmenn flugvallarins gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa vandann en honum hafa fylgt ærnar tafir um gervalla Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×