Erlent

Obama með forystu í fimm lykilríkjum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Barack Obama forsetaframbjóðandi hefur sótt í sig veðrið og náð forystu í fimm lykilríkjum sem stjórnmálaskýrendur telja að geti ráðið úrslitum í kosningunum í nóvember.

Þetta kemur fram í skoðanakönnun CNN og Time. Flórída, Minnesota, Missouri, Nevada og Virginía eru lykilríkin þar sem Obama hefur skotist fram úr McCain síðan í síðustu könnun. Athygli vekur forskot Obama í Virginíu en frambjóðandi demókrata hefur ekki borið sigur úr býtum þar síðan 1964.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×