Erlent

Bankabjörgunarfrumvarpið samþykkt í öldungadeild

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Library of Parliament

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi frumvarp stjórnarinnar um 700 milljarða dala fjárveitingu til að bjarga bönkum og fjármálafyrirtækjum úr kröggum.

Sextíu atkvæði þurfti til að frumvarpið hlyti samþykki og hlaut það 74 atkvæði en 25 greiddu atkvæði gegn því. Viðbótarákvæði sem öldungadeildin bætti inn í frumvarpið hafa það í för með sér að kostnaðurinn er kominn yfir 800 milljarða dala. Fulltrúadeild þingsins kemur saman á ný í dag og fjallar um frumvarpið. Ekki er útséð með að það hljóti samþykki deildarinnar þrátt fyrir breytingar öldungadeildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×