Verðum að ákveða hvert við ætlum að stefna Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. desember 2008 11:51 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist ekki geta fullyrt að ESB aðild verði samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður í lok janúar. Í samtali við Björn Inga Hrafnsson í Markaðnum, sagðist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir telja að stór hópur sjálfstæðismanna væri á móti því að sækja aðild, en jafnframt væri stór hópur fólks jákvæður og vildi afla sér meiri upplýsinga. Hún sagðist þó telja það líklegra en ekki að sjálfstæðismenn samþykktu að sækja um aðild. „Við verðum að fara að taka ákvörðun um það hvaða peningamálastefnu við ætlum að rækta hér til framtíðar," sagði Þorgerður. Hún sagði að Íslendingar hefðu fengið meiri hagsmuni en minni í gegnum EES samninginn, en núna væru Íslendingar kominr að algjörum krossgötum og yrðu að taka ákvarðanir sem leiddu til framtíðar. Þorgerður sagðist ánægð með það hvernig nefndarvinna um ESB færi af stað fyrir landsfund og hafnaði öllum fullyrðingum um það að í forystu nefndanna hefði skipast fólk sem væri með fyrirfram mótaða afstöðu gagnvart sambandinu. Þá hafnaði Þorgerður algjörlega fullyrðingum um að Ingibjörg Sólrún Gísladóttur hefði hótað sjálfstæðismönnum, þegar hún sagði í fjölmiðlum að ríkisstjórnarsamstarfinu væri sjálfhætt ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki samþykkja ESB aðild á landsfundi. „Og ég hef líka sagt að hún Ingibjörg Sólrún vinnur ekki þannig," segir Þorgerður Katrín. Þá sagði Þorgerður Katrín að það væri algjörlega raunsætt mat að það þyrfti að fara í aukna hagræðingu og aukinn niðurskurð í ríkisfjármálum árið 2010. Það hefði verið þensla á ríkissjóði. „Það má ef til vill gagnrýna fyrir það að við höfum ekki gætt að okkur á meðan þenslan ríkti," segir Þorgerður, en bendir á að í fjárlögum fyrir árið 2009 sé ríkið að bremsa sig af. Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist ekki geta fullyrt að ESB aðild verði samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður í lok janúar. Í samtali við Björn Inga Hrafnsson í Markaðnum, sagðist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir telja að stór hópur sjálfstæðismanna væri á móti því að sækja aðild, en jafnframt væri stór hópur fólks jákvæður og vildi afla sér meiri upplýsinga. Hún sagðist þó telja það líklegra en ekki að sjálfstæðismenn samþykktu að sækja um aðild. „Við verðum að fara að taka ákvörðun um það hvaða peningamálastefnu við ætlum að rækta hér til framtíðar," sagði Þorgerður. Hún sagði að Íslendingar hefðu fengið meiri hagsmuni en minni í gegnum EES samninginn, en núna væru Íslendingar kominr að algjörum krossgötum og yrðu að taka ákvarðanir sem leiddu til framtíðar. Þorgerður sagðist ánægð með það hvernig nefndarvinna um ESB færi af stað fyrir landsfund og hafnaði öllum fullyrðingum um það að í forystu nefndanna hefði skipast fólk sem væri með fyrirfram mótaða afstöðu gagnvart sambandinu. Þá hafnaði Þorgerður algjörlega fullyrðingum um að Ingibjörg Sólrún Gísladóttur hefði hótað sjálfstæðismönnum, þegar hún sagði í fjölmiðlum að ríkisstjórnarsamstarfinu væri sjálfhætt ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki samþykkja ESB aðild á landsfundi. „Og ég hef líka sagt að hún Ingibjörg Sólrún vinnur ekki þannig," segir Þorgerður Katrín. Þá sagði Þorgerður Katrín að það væri algjörlega raunsætt mat að það þyrfti að fara í aukna hagræðingu og aukinn niðurskurð í ríkisfjármálum árið 2010. Það hefði verið þensla á ríkissjóði. „Það má ef til vill gagnrýna fyrir það að við höfum ekki gætt að okkur á meðan þenslan ríkti," segir Þorgerður, en bendir á að í fjárlögum fyrir árið 2009 sé ríkið að bremsa sig af.
Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira