Erlent

Vél Fossets fundin

Björgunarmenn hafa fundið litla eins hreyfils flugvél í fjöllum Austur Kaliforníu sem talin er talin vera vél ævintýramannsins Steve Fossets. Yfirvöld á svæðinu greindu frá þessu í dag en gáfu ekki upp hvort lík Fossets hefði fundist.

Steve Fossett var vellauðugur ævintýramaður sem setti mörg heimsmet í flugi. Meðal annars flaug hann fyrstur manna á loftbelg umhverfis jörðina. Það var árið 2002.

Hinn þriðja september á síðasta ári þegar hann var í heimsókn í Kaliforníu fór hann í flug á eins hreyfils flugvél sem hann hafði fengið lánaða. Hann kom aldrei aftur.

Gríðarlega umfangsmikil leit var gerð að Fossett. Hún bar ekki árangur og í febrúar síðasliðnum var hann lýstur látinn.

Maður sem var í óbyggðagöngu í grennd við bæinn Mammoth Lakes í vikunni gekk fram á muni sem tilheyrðu Fossett. Í veski voru ýmis skilríki meðal annars flugmannsskírteini með mynd af Fossett og eittþúsund dollara í peningum. Leit var því hafin á svæðinu í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×