Erlent

Börn innflytjenda sein í danska skóla

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Danskur grunnskóli.
Danskur grunnskóli.

Algengt er að börn innflytjenda í Danmörku skili sér seint og illa í skólann að afloknum sumarfríum. Í haust mættu 214 börn ekki fyrstu skóladagana af 13.500 sem sérstaklega var athugað með.

Í ljós kom að langflest þeirra barna sem ekki létu sjá sig fyrr en liðið var á önnina voru innflytjendabörn og skýringin sú að þau höfðu heimsótt ættjörðina í sumarfríinu og haldið til Mið-Austurlanda með foreldrunum. Ferðalagið er langt og heimkoman vill dragast. Skólayfirvöld segja þetta stórt vandamál en þau geti svo sem ekki staðið úti á flugvelli og bannað fólki að fara úr landi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×