Innlent

Fjórði maðurinn handtekinn í hnífstungumálinu

MYND/Pétur

Lögreglan handtók í kvöld fjórða mannin í tengslum við hnífstunguna á Barónsstíg í dag. Að sögn lögreglu var maðurinn handtekinn eftir ábendingu vitna sem sáu atburðinn í dag. Fyrr í dag voru þrír ungir menn handteknir, grunaðir um verknaðinn og eru yfirheyrslur yfir þeim í gangi. Vaktstjóri hjá lögreglu segist búast við því að málið verði klárað í kvöld.

Maðurinn sem slasaðist skarst illa á handarbaki en meiðslin munu ekki vera mjög alvarleg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×