Erlent

Fimmtán látnir eftir bruna í klámbíói

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Að minnsta kosti 15 eru látnir og 10 slasaðir eftir eldsvoða í klámmyndabíói í japönsku borginni Osaka í nótt. Einn hefur verið handtekinn grunaður um að hafa borið eld að dagblöðum með þeim afleiðingum að kviknaði í húsinu.

Ekki er um hefðbundið kvikmyndahús að ræða heldur húsnæði með 32 klefum sem hægt er að taka á leigu um lengri eða skemmri tíma. Í hverjum klefa er sjónvarp, DVD-spilari, fleti og úrval klámmynda.

Allir klefarnir voru í notkun þegar eldurinn kom upp en alþekkt er að fólk sem vinnur langan vinnudag og nær ekki síðustu lest heim leigi klefa á borð við þessa til næturgistingar sem er ódýr valkostur við hótel. Einnig er algengt að tekjulágt yngra fólk sem er á hrakhólum með húsnæði leigi klefana og dvelji í þeim um nætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×