Erlent

Synti nakinn um fjármálahverfi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þetta breska glæsimenni vakti verðskuldaða athygli yfirvalda sem fjölmiðla.
Þetta breska glæsimenni vakti verðskuldaða athygli yfirvalda sem fjölmiðla. MYND/AP

Nakinn miðaldra Vesturlandabúi var handtekinn í fjármálahverfi Tókýó í gær eftir að hann stakk sér til sunds í síki að viðstöddum fjölda áhorfenda.

Lögregla þurfti að gera út árabát til að handtaka manninn sem hún telur vera Breta, búsettan á Spáni. Ekki er ljóst hvað manninum gekk til með uppátækinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×