Erlent

Reyndu að ræna sama staðinn tvisvar

Dönsk lögregla. Úr myndasafni.
Dönsk lögregla. Úr myndasafni.

Tveir átján ára piltar reyndu í tvígang að stela munum húsi í bæ á Norður-Jótlandi en án árangurs. Jótlandspósturinn segir frá sneypurför piltanna.

Þar kemur fram að þeir hafi í gærkvöld farið inn í húsið en húsráðandi neitaði að láta þá hafa peninga og flýðu þeir þá af vettvangi. Þeir gáfust hins vegar ekki upp og komu aftur að húsinu nokkrum stundum síðar og brutu sér þá leið inn með því kasta steini í gegnum rúðu.

Nágranni varð var við það og styggð virðist hafa komið að piltunum þannig að aftur flýðu þeir. Nágranninn elti þá hins vegar á hjóli og gat vísað lögreglu á dvalarstað þeirra. Kom þá í ljós að þarna reyndust á ferð góðkunningjar lögreglunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×