Erlent

Sarkozy stappar stálinu í hermenn í Afganistan

Nicolas Sarkozy.
Nicolas Sarkozy. MYND/AP

Forseti Frakklands er nú staddur í Afganistan til þess að veita frönskum hermönnum stuðning í baráttu sinni við Talíbana í landinu. Í gær féllu tíu frakkar og tuttugu slösuðust í hörðum bardaga sem stóð í heilan sólarhring.

Nicolas Sarkozy sagði á fundi í Kabúl í morgun að Frakkar væru staðfastir í baráttunni við hryðjuverkamenn í landinu og að fjölgað verði í herliði þeirra.

Mannfallið í gær er það mesta í einum bardaga sem Frakkar hafa orðið fyrir síðan 58 fallhlífahermenn voru felldir í Beirút árið 1983. Tuttugu og fjórir franskir hermenn hafa látist í Afganistan frá árinu 2002.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×