Erlent

Lokuðu kjarnorkuveri vegna raksápu

Þrjú kjarnorkurver eru í Svíþjóð sem sjá helmingi Svía fyrir orku.
Þrjú kjarnorkurver eru í Svíþjóð sem sjá helmingi Svía fyrir orku.

Raksápa varð til þess að sænsk yfirvöld ákváðu í síðasta mánuði að loka Oskarshamn-kjarnorkuverinu af ótta við hryðjuverk. Frá þessu greina norrænir miðlar í dag.

Þann 21. maí var logsuðumaður handtekinn við innganginn á kjarnorkuverinu eftir að mælitæki sýndu að leifar af sprengifimu efni væru á bakpoka hans. Maðurinn og samstarfsmaður hans voru yfirheyrðir og heimili þeirra rannsökuð en þeim sleppt daginn eftir.

Tæknirannsóknir hafa nú leitt í ljósi að það var raksápuhylki sem setti eftirlitskerfið við innganginn í gang og því hafa mennirnir tveir endanlega verið hreinsaðir af ásökunum um að hafa ætlað að sprengja kjarnorkuverið í loft upp.

Það fylgir fréttinni að umstangið reynist sænskum yfirvöldum dýrt því kostnaður við það að loka kjarnorkuverinu og leita að meintum sprengjum nemur um 1,3 milljörðum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×