Erlent

Gríðarleg óánægja með sölu íslendinga á hvalkjöti til Japans

Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Bandaríkjamenn hvetja íslendinga og norðmenn til þess að hætta útflutningi á hvalkjöti til Japans. Þetta kemur fram hjá fréttastofu Reuters nú í kvöld.

„Bandaríkin lýsa yfir gríðarlegri óánægju með þær fréttir að hvalveiðimenn frá Íslandi og Noregi eru farnir að selja kjöt á markaði í Japan," segir Kurtis Cooper talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna.

Síðan er sagt frá því að íslenska fyrirtækið Hvalur hafi sent 80 tonn af hvalkjöti á markaði í Japan og norðmenn um fimm tonn. Því er haldið fram að þjóðirnar viðurkenni ekki bann evrópuþingsins við viðskiptum sem þessum.

„Við biðlum til þeirra sem að þessu standa að endurskoða þessa ákvörðun [að flytja út hvalkjöt] og virða lögmál Alþjóðahvalveiðiráðsins til langs tíma, frekar en til skemmri tíma," segir Cooper.

Einnig er sagt frá því að Condoleezza Rice hafi rætt þessi mál við yfirvöld í heimsókn sinni hingað til lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×