Innlent

Öflugir eftirskjálftar í Hveragerði í kvöld

Nokkrir öflugir eftirskjálftar urðu norðan við Hveragerði rétt upp úr klukkan tíu í kvöld. Tveir stærstu kippirnir voru um og yfir fjóra á Richter og eru það stærstu eftirskjálftarnir sem mælst hafa í dag.

Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, staðfesti að hér hefðu verið á ferðinni stærstu eftirskjálftarnir í dag og útilokaði ekki að þeir gætu orðið fleiri.

"Þetta hefur verið dálítið hviðótt, en annars hefur heldur verið að draga úr þessu. Það er þó ekki ólíklegt að komi einhverjir fleiri svona kippir," sagði Halldór.

Íbúi í Hveragerði sagði Vísi að rúður hefðu titrað í íbúð sinni í stærsta skjálftanum í kvöld og að glös hefðu dottið af borðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×