Erlent

Lögregla vill að Olmert verði ákærður fyrir spillingu

MYND/APLö

Búist er við því að ísraelsk lögregla leggi það til að Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, verði ákærður fyrir spillingu. Frá þessu greina ísraelskir fjölmiðlar í dag og segja lögreglu munu tilkynna um þetta á sunnudag.

Rannsókn á ásökunum um spillingu á hendur Olmert er að ljúka og leggur lögregla það til að saksóknari ákæri forsætisráðherrann. Olmert á meðal annars hafa þegið fé frá bandarískum kaupsýslumanninni á ólöglegan hátt og að hafa nýtt sér stöðu sína sem ráðherra til að hygla vini sínum.

Olmert mun hætta sem formaður Kadima-flokksins áður en árið er úti en hann hefur sagt að hann muni gera sitt ýtrasta sem forsætisráðherra til þess að koma á friði á milli Ísraela og Palestínumanna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×