Erlent

Bjartsýni í Simbabve

Vaxandi bjartsýni er nú um að stjórn og stjórnarandstöðu í Simbabve nái saman um myndun þjóðstjórnar. Mugabe forseti og Tsvangirai leiðtogi stjórnarandstöðunnar funduðu í Harare í dag. Þeir sögðu báðir að skriður hefði nú komist á viðræðurnar og að einungis ætti eftir að semja um örfá atriði.

Efnahagslíf er að hruni komið í Simbabve og mikill þrýstingur er á Mugabe, sem er 84 ára, að sætta sig við sigur stjórnarandstöðunnar í þingkosningum í sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×