Enski boltinn

Blackburn semur við þrjá leikmenn

Matt Derbyshire hefur nægar ástæður til að fagna þessa dagana eins og sjá má á myndinni
Matt Derbyshire hefur nægar ástæður til að fagna þessa dagana eins og sjá má á myndinni NordcPhotos/GettyImages

Þremenningarnir Matt Derbyshire, Stephen Warnock og Martin Olsson hafa allir framlengt samninga sína við enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn til ársins 2012.

Framherjinn Derbyshire er í enska U-21 árs landsliðinu og Warnock, sem kom frá Liverpool, hafa báðir komið reglulega við sögu hjá Blackburn í vetur.

Vinstribakvörðurinn Olson frá Svíþjóð var hinsvegar aðeins að spila sinn annan leik í úrvalsdeildinni um helgina þegar hann kom inn sem varamaður í 3-1 sigri liðsins á Derby um helgina.

Blackburn hefur átt ágæta leiktíð og situr í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×