Morðgátan um Kaupþing Björn Ingi Hrafnsson skrifar 3. desember 2008 00:01 Íslenskt stjórnkerfi ferðast á hraða snigilsins og fylgdi alls ekki eftir stækkun fjármálageirans í landinu á undanförnum árum. Ísland stóð á endanum uppi eitt og yfirgefið þegar neyðin var sem stærst. Þetta kom fram í máli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, í erindi sem bar yfirskriftina Morðgátan um Kaupþing, sem hann flutti á fundi viðskiptaráðsins í Stokkhólmi í síðustu viku. Rakti Sigurður fjölmargar ástæður fyrir falli Kaupþings og íslensku bankanna og tók nokkra sök á sig í þeim efnum. Kvaðst hann vera þess fullviss að Ísland gengi fljótlega í Evrópusambandið til þess að endurreisa efnahaginn, rétt eins og Svíar og Finnar hafi gert í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Það sé sorglegt að hrun fjármálakerfisins hafi þurft til. Seðlabankinn fékk sinn skammt í ræðu Sigurðar. Þar var vaxtastefna hans harðlega gagnrýnd, hún hefði haldið uppi fölsku gengi krónunnar og lokkað til landsins spákaupmenn sem gerðu út á vaxtamunaviðskipti. Hann hefði ekki náð markmiðum sínum um verðbólgu og fjármálastöðugleika, en vildi engu síður bæta við sig verkefnum og taka yfir stjórn Fjármálaeftirlitsins. Furðaði hann sig á því og bætti við að með þjóðnýtingu Glitnis hefðu stjórnvöld og Seðlabankinn hleypt af stað skriðu sem ekki hefði tekist að stöðva. Hugmyndin hefði verið að styrkja stöðu Glitnis svo hann fengi sama lánshæfismat og ríkið, en niðurstaðan hefði orðið þveröfug og bæði ríkið og bankarnir verið kolfelldir í lánshæfismati í kjölfarið og erlendir fjárfestar gert allt til að losa sig við íslenskar eignir, án tillits til gæða þeirra. Ofan í kaupið hafi Alþingi sett neyðarlög þar sem gerður var greinarmunur á kröfuhöfum jafnvel á grundvelli þjóðernis sem hafi verið augljóst brot á Evrópureglum og formaður bankastjórnar Seðlabankans komið fram í sjónvarpi og tilkynnt að ekki stæði til að borga nema brot af erlendum skuldum bankanna. Fyrir vikið hafi bresk stjórnvöld talið hættu á að eignir Landsbankans í Bretlandi yrðu fluttar til Íslands sem trygging fyrir íslenskum innstæðum án þess að breskir sparifjáreigendur fengju neitt. Sagði Sigurður að Kaupþing Singer og Friedlander í London hefði verið breskur banki og hefði því átt að lúta þarlendum reglum. Hafi bresk yfirvöld talið hann gjaldþrota hefðu þau átt að þjóðnýta hann. Aðgerðir þeirra séu óafsakanlegar og þess vegna telji hann að dauðdaga Kaupþings hafi ekki borið að með eðlilegum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Viðskipti Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt stjórnkerfi ferðast á hraða snigilsins og fylgdi alls ekki eftir stækkun fjármálageirans í landinu á undanförnum árum. Ísland stóð á endanum uppi eitt og yfirgefið þegar neyðin var sem stærst. Þetta kom fram í máli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, í erindi sem bar yfirskriftina Morðgátan um Kaupþing, sem hann flutti á fundi viðskiptaráðsins í Stokkhólmi í síðustu viku. Rakti Sigurður fjölmargar ástæður fyrir falli Kaupþings og íslensku bankanna og tók nokkra sök á sig í þeim efnum. Kvaðst hann vera þess fullviss að Ísland gengi fljótlega í Evrópusambandið til þess að endurreisa efnahaginn, rétt eins og Svíar og Finnar hafi gert í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Það sé sorglegt að hrun fjármálakerfisins hafi þurft til. Seðlabankinn fékk sinn skammt í ræðu Sigurðar. Þar var vaxtastefna hans harðlega gagnrýnd, hún hefði haldið uppi fölsku gengi krónunnar og lokkað til landsins spákaupmenn sem gerðu út á vaxtamunaviðskipti. Hann hefði ekki náð markmiðum sínum um verðbólgu og fjármálastöðugleika, en vildi engu síður bæta við sig verkefnum og taka yfir stjórn Fjármálaeftirlitsins. Furðaði hann sig á því og bætti við að með þjóðnýtingu Glitnis hefðu stjórnvöld og Seðlabankinn hleypt af stað skriðu sem ekki hefði tekist að stöðva. Hugmyndin hefði verið að styrkja stöðu Glitnis svo hann fengi sama lánshæfismat og ríkið, en niðurstaðan hefði orðið þveröfug og bæði ríkið og bankarnir verið kolfelldir í lánshæfismati í kjölfarið og erlendir fjárfestar gert allt til að losa sig við íslenskar eignir, án tillits til gæða þeirra. Ofan í kaupið hafi Alþingi sett neyðarlög þar sem gerður var greinarmunur á kröfuhöfum jafnvel á grundvelli þjóðernis sem hafi verið augljóst brot á Evrópureglum og formaður bankastjórnar Seðlabankans komið fram í sjónvarpi og tilkynnt að ekki stæði til að borga nema brot af erlendum skuldum bankanna. Fyrir vikið hafi bresk stjórnvöld talið hættu á að eignir Landsbankans í Bretlandi yrðu fluttar til Íslands sem trygging fyrir íslenskum innstæðum án þess að breskir sparifjáreigendur fengju neitt. Sagði Sigurður að Kaupþing Singer og Friedlander í London hefði verið breskur banki og hefði því átt að lúta þarlendum reglum. Hafi bresk yfirvöld talið hann gjaldþrota hefðu þau átt að þjóðnýta hann. Aðgerðir þeirra séu óafsakanlegar og þess vegna telji hann að dauðdaga Kaupþings hafi ekki borið að með eðlilegum hætti.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun