Erlent

Sextán ára sonur Osama hvetur til eyðileggingar Vesturlanda

Sheikh Hamza Bin Laden.
Sheikh Hamza Bin Laden. MYND/TheSun
Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni. Ljóð sem sagt er samið og flutt af sextán ára syni Osama Bin Laden í tilefni þess að þrjú ár eru liðin frá hryðjuverkaárásinni á London birtist í gær á vefsíðu öfgamanna. Myndband á síðunni hefst á stuttri kynningu á Sheikh Hamza Bin Laden, sem er yngstur átján sona Osama, sem svo flytur ljóð þar sem hann er hvetur til eyðileggingar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Danmerkur.

Sheikh Hamza hefur stundum verið nefndur krónprins hryðjuverkanna, og er líkt og faðir sinn talinn vera í felum á landamærum Pakistans og Afganistans. Breska blaðið The Sun hefur það eftir hryðjuverkasérfræðingnum Chris Dobson að þrátt fyrir ungan aldur sé hann líklegur til að feta í fótspor föður síns sem leiðtogi Al Kaída.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×