Innlent

„Ég hélt að ég væri að missa sjónina“

Brennuvargur, einn eða fleiri, var á ferð í Árbænum í nótt þar sem kveikt var í blaðabunkum fyrir utan tvo stigaganga í Hraunbænum. Þetta er enginn fíflagangur, heldur glæpamennska, segir kona sem býr í öðrum stigaganginum.

Sigríður Skarphéðinsdóttir segist hafa vaknað við hávaða fyrir utan og þegar hún hafi athugað málið hafi hún séð slökkviliðsmennina í stigaganginum. Hún segir að þótt lögregla hafi talað um að þarna hafi einhverjir verið með fíflagang þá sé þarna um glæpamennsku að ræða.

Eldurinn komst í mottu í anddyri, bræddi skilti á póstkössunum og sótið er upp um alla veggi og náði inn fyrir dyrnar hjá nágrannakonu Sigríðar, henni Theodóru Björgvinsdóttur. „Ég hélt að ég væri að missa sjónina það var svo skýjað hérna," sagði Theódóra í samtali við Stöð 2.

Ekki er vitað hvaða brennuvargur - eða vargar - voru þarna á ferð en lögregla rannsakar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×