Guðmundur: Höfum æft stíft Elvar Geir Magnússon skrifar 16. júlí 2008 17:45 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarmaður hans. Íslenska handboltalandsliðið er nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í ágúst. Blaðamannafundur var haldinn í Framheimilinu í dag, rétt áður en íslenski hópurinn skellti sér á æfingu. Framundan eru leikir um helgina gegn Spánverjum. „Undirbúningurinn hófst í síðustu viku og við erum búnir að taka vel á því og æfa stíft. Núna erum við komnir á þann punkt að við erum að færa okkur meira yfir í taktík fyrir þessa leiki. Við megum samt ekki slaka of mikið niður, við verðum að halda ákveðnu tempói," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi. Guðmundur er sáttur við hvernig undirbúningnum er háttað. „Auðvitað vill þjálfarinn alltaf hafa undirbúninginn aðeins lengri en það verður ekki bæði sleppt og haldið. Við vorum í erfiðum forkeppnum og eftir þær þurfa leikmennirnir auðvitað að fá eitthvað frí. Þetta var lendingin og við skulum segja það að þetta sé eins og þetta á að vera." En í hvað ætlar Guðmundur að nýta komandi leiki gegn Spáni? „Ég ætla að nýta þá meðal annars í sóknaratriði, þeir spila mikið 5-1 vörn en eiga það til að fara í 6-0 líka. Við verðum bara að æfa okkur á móti því. Við mætum Rússum í fyrsta leik á Ólympíuleikunum og þeir spila ekki ósvipað og Spánverjarnir," sagði Guðmundur. „Spánverjar hafa gríðarlega öflugar skyttur, eru með menn sem geta skotið langt fyrir aftan punktalínu og eru fljótir. Þeir eru með mjög þunga og erfiða línumenn sem við lentum í basli með í síðasta leik og þurfum að bæta það. Ég verð líka að gefa mönnum tækifæri og sjá hvaða samsetning á liði kemur best út. Það er ekkert búið að ákveða í þeim efnum enn." Ástandið í hópnum er gott þó Róbert Gunnarsson eigi við einhver meiðsli að stríða. „Það eru smávægileg meiðsli hjá Róberti, hann er tognaður í kálfa. Hann er búinn að taka tveggja daga hvíld og ég hef ekkert miklar áhyggjur af hans meiðslum," sagði Guðmundur en tilhlökkun fyrir Ólympíuleikana eykst í herbúðum liðsins með hverjum degi. „Það er mjög mikil tilhlökkun. Það er stórkostlegt tækifæri að fara á Ólympíuleikana. Við gerum okkur líka grein fyrir að það eru miklar kröfur gerðar til okkar og við viljum gera allt til að standa okkur." Olís-deild karla Tengdar fréttir Leikið við Spánverja á föstudag og laugardag Síðustu og einu heimaleikir íslenska handboltalandsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Peking verða um helgina. Leikið verður gegn Spáni í Vodafone-höllinni á föstudagskvöld og laugardag. 16. júlí 2008 17:18 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið er nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í ágúst. Blaðamannafundur var haldinn í Framheimilinu í dag, rétt áður en íslenski hópurinn skellti sér á æfingu. Framundan eru leikir um helgina gegn Spánverjum. „Undirbúningurinn hófst í síðustu viku og við erum búnir að taka vel á því og æfa stíft. Núna erum við komnir á þann punkt að við erum að færa okkur meira yfir í taktík fyrir þessa leiki. Við megum samt ekki slaka of mikið niður, við verðum að halda ákveðnu tempói," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi. Guðmundur er sáttur við hvernig undirbúningnum er háttað. „Auðvitað vill þjálfarinn alltaf hafa undirbúninginn aðeins lengri en það verður ekki bæði sleppt og haldið. Við vorum í erfiðum forkeppnum og eftir þær þurfa leikmennirnir auðvitað að fá eitthvað frí. Þetta var lendingin og við skulum segja það að þetta sé eins og þetta á að vera." En í hvað ætlar Guðmundur að nýta komandi leiki gegn Spáni? „Ég ætla að nýta þá meðal annars í sóknaratriði, þeir spila mikið 5-1 vörn en eiga það til að fara í 6-0 líka. Við verðum bara að æfa okkur á móti því. Við mætum Rússum í fyrsta leik á Ólympíuleikunum og þeir spila ekki ósvipað og Spánverjarnir," sagði Guðmundur. „Spánverjar hafa gríðarlega öflugar skyttur, eru með menn sem geta skotið langt fyrir aftan punktalínu og eru fljótir. Þeir eru með mjög þunga og erfiða línumenn sem við lentum í basli með í síðasta leik og þurfum að bæta það. Ég verð líka að gefa mönnum tækifæri og sjá hvaða samsetning á liði kemur best út. Það er ekkert búið að ákveða í þeim efnum enn." Ástandið í hópnum er gott þó Róbert Gunnarsson eigi við einhver meiðsli að stríða. „Það eru smávægileg meiðsli hjá Róberti, hann er tognaður í kálfa. Hann er búinn að taka tveggja daga hvíld og ég hef ekkert miklar áhyggjur af hans meiðslum," sagði Guðmundur en tilhlökkun fyrir Ólympíuleikana eykst í herbúðum liðsins með hverjum degi. „Það er mjög mikil tilhlökkun. Það er stórkostlegt tækifæri að fara á Ólympíuleikana. Við gerum okkur líka grein fyrir að það eru miklar kröfur gerðar til okkar og við viljum gera allt til að standa okkur."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leikið við Spánverja á föstudag og laugardag Síðustu og einu heimaleikir íslenska handboltalandsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Peking verða um helgina. Leikið verður gegn Spáni í Vodafone-höllinni á föstudagskvöld og laugardag. 16. júlí 2008 17:18 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Sjá meira
Leikið við Spánverja á föstudag og laugardag Síðustu og einu heimaleikir íslenska handboltalandsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Peking verða um helgina. Leikið verður gegn Spáni í Vodafone-höllinni á föstudagskvöld og laugardag. 16. júlí 2008 17:18