Erlent

Misstu af tækifæri til að handtaka al-Zawahri

Öryggissveitir í Pakistan misstu af tækifæri til að hafa hendur í hári Ayman al-Zawahri næstæðsta leiðtoga al-kaída samtakanna.

Þetta kom fram í máli háttsetts embættismanns í innanríkisráðuneyti Pakistans. Han greindi þó ekki frá því með hvaða hætti þetta klúður átti sér stað.

al-Zawahri hefur verið í felum í fjallahéruðunum milli Pakistan og Afganistan frá árinu 2001 og flytur sig stöðugt á milli staða. Embættismaðurinn segir að nýlega hefði tekist að rekja ferðir al-Zawahri að ákveðum stað en síðan hefði tækifærið til að ná honum gengið úr greipum öryggissveitanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×