Innlent

Kannast ekki við að hafa samþykkt ósk Breta

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segist ekki kannast við að stjórnvöld hér á landi hafi samþykkt ósk Breta um stuðning við innrásina í Írak þann 17. mars 2003, daginn áður en Bandaríkjamenn birtu lista „hinna viljugu þjóða", eins og Valur Ingimundarsonar sagnfræðingur heldur fram í nýrri bók um íslenska utanríkisstefnu.

Í Morgunblaðinu í dag birtist umfjöllun um nýja grein Vals Ingimundarsonar sagnfræðings um íslenska utanríkisstefnu á árunum 1991-2007. Þar segir að íslensk stjórnvöld hafi samþykkt beiðni Breta um stuðning við innrásina í Írak 17.mars 2003, degi áður en Bandaríkjamenn hafi birt lista yfir þær þjóðir sem studdu árásina.

Halldór segist ekki hafa verið í neinum samskiptum við Breta um þetta mál á þessum tíma. Hann segist jafnframt ekki hafa verið í samskiptum við Val vegna greinar hans og að hann hafi ekki lesið greinina.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×