Handbolti

Stórkostleg viðurkenning fyrir Alfreð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarmaður hans.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarmaður hans.

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir að ráðning Alfreðs Gíslasonar til Kiel sé gríðarlega mikil viðurkenning fyrir Alfreð.

„Kiel er stærsta handboltaveldi í heiminum," sagði Guðmundur í samtali við Vísi. „Það eru vissulega stórir klúbbar á Spáni eins og Ciudad Real og Barcelona en ég myndi telja að Kiel væri stærsta félagsliðið í handboltaheiminum. Umgjörð félagsins á leikjum er óviðjafnanleg. Það er uppselt á alla leiki og mörg ár fram í tímann."

„Það eru gríðarlega stórar fréttir að Íslendingur skuli taka við þjálfun stærsta félagsliðs heims," bætti Guðmundur við. Hann segir að það hafi komið sér á óvart að félagið hafi verið að leita að nýjum þjálfara.

„Ég hélt að Noka Serdarusic væri ósnertanlegur hjá Kiel. Hann er búinn að landa þrettán titlum á síðustu fimmtán árum. En það kom mér ekki á óvart að þeir hafi leitað til Alfreðs."

„Það er mikið af norrænum leikmönnum hjá Kiel og þeir hafa verið mikið að horfa til Svíþjóðar í þeim efnum. Það er því mikill norrænur bragur á þessu liði og ekkert óeðlilegt við það að þeir skuli leita til Alfreðs."

Guðmundur segir þó að þetta verði ekki auðvelt hjá Alfreð. „Maður getur sagt að það sé aukin pressa á honum. Það er nánast ekkert annað en sigur í hverju móti sem kemur til greina og gríðarlega miklar kröfur gerðar til hans. En Alfreð er vanur að starfa undir slíkum aðstæðurm."




Tengdar fréttir

Hasanefendic ráðinn til Gummersbach

Bosníumaðurinn Sead Hasanefendic hefur verið ráðinn sem þjálfari þýska úrvalsdeildarilðsins Gummersbach í stað Alfreðs Gíslasonar sem hefur verið ráðinn til Kiel.

Karabatic ánægður með Alfreð

Nikola Karabatic, leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins Kiel, segir að það væri góð lausn fyrir félagið ef Alfreð Gíslason myndi taka við þjálfun liðsins.

Skrifar Alfreð undir á þriðjudag?

Líklegt er að Alfreð Gíslason verði formlega kynntur sem nýr þjálfari Kiel á þriðjudag. Uwe Schwenker, framkvæmdarstjóri Kiel, sagði í dag að nýr þjálfari yrði að öllum líkindum kynntur á þriðjudag.

Alfreð búinn að semja við Kiel

Eftir því sem fram kemur á Handball-World.com í dag hefur Alfreð Gíslason skrifað undir samning við þýsku meistarana í Kiel.

Kiel sigursælasta lið Þýskalands

Eins og greint var frá í morgun er Alfreð Gíslason efstur á óskalista þýska liðsins Kiel. Þetta er gríðarlegur heiður fyrir Alfreð enda er Kiel eitt allra stærsta handboltafélag heims.

Alfreð að taka við Kiel?

Fjölmiðlar í Þýskalandi fullyrða að Alfreð Gíslason sé að ná samningum við Þýskalandsmeistara Kiel um að verða næsti þjálfari liðsins. Þetta kemur fram á vefsíðunni handball-world.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×