Handbolti

Alfreð búinn að semja við Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. Nordic Photos / AFP

Eftir því sem fram kemur á Handball-World.com í dag hefur Alfreð Gíslason skrifað undir samning við þýsku meistarana í Kiel.

Fram kemur að Kiel hafi þurft að greiða Gummersbach tæplega 700 þúsund evrur fyrir að leysa Alfreð undan samningi sínum við síðarnefnda félagið sem gilti til ársins 2010.

Alfreð tekur við þjálfarastarfi Kiel af Noka Serdarusic sem var samningsbundinn félaginu í eitt ár til viðbótar. Þýskir fjölmiðlar hafa haldið því fram að þegar allt er tekið til sé þetta dýrasta ráðning þjálfara sem þekkist í handboltaheiminum. Kiel hafi þurft að greiða meira en eina milljón evra fyrir þjálfaraskiptin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×