Voru lög brotin? Björn Ingi Hrafnsson skrifar 31. október 2008 07:00 Óhætt er að fullyrða að ekki hafi allir fagnað ákaft þegar Seðlabanki Íslands tilkynnti óvænt um helmingshækkun stýrivaxta sinna. Margir höfðu átt von á auknu aðhaldi í peningamálastefnunni í kjölfar tilkynningar um formlegar viðræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF), en svo rosaleg hækkun kom illa við íslenskt viðskipta- og athafnalíf, sem hefur mátt þola svo mörg áföll síðustu daga og vikur. Auk þess var stutt síðan Seðlabankinn hafði lækkað vextina nokkuð ríflega, einkum með þeim augljósu rökum að aðstæður í þjóðarbúskapnum væru gjörbreyttar, samdráttur væri þegar orðinn nokkur og eftirspurn og væntingar hefðu hríðfallið. Nokkuð almennur stuðningur hefur verið hér á landi við þá ákvörðun að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Flestum ber saman um að aðrir kostir hafi tæpast verið fyrir hendi. Í rökstuðningi fyrir vaxtahækkuninni vísaði bankastjórn Seðlabankans til samkomulagsins við IMF og sagði að í því fælist beinlínis að fyrir staðfestingu þess skuli Seðlabankinn hafa hækkað stýrivexti í 18 prósent. Enn fremur var vísað til þess að við hrun bankakerfisins og harkalegar ytri aðgerðir sem í kjölfarið fylgdu hafi gjaldeyrismarkaður þjóðarinnar lamast á svipstundu. Frekari takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum væru því óhjákvæmilegar og aðhaldssamt vaxtastig sömuleiðis. Formaður bankastjórnar Seðlabankans lagði áherslu á samstöðu í máli sínu á blaðamannafundi þegar ákvörðunin var kynnt. Að allir yrðu að róa í sömu átt. Hann neitaði að upplýsa um sína persónulegu skoðun á vaxtahækkuninni, en vísaði þess í stað til samkomulags IMF og ríkisstjórnarinnar. Það sjónarmið var svo ítrekað með afgerandi hætti með sögulegri yfirlýsingu bankans í gær, þar sem trúnaði var beinlínis aflétt í þeim tilgangi að sýna fram á að samkomulag hafi orðið um slíka vaxtahækkun, jafnframt sem því var vísað á bug að ráðherrar í ríkisstjórn gætu hafa undrast vaxtahækkunina á þeim forsendum að ekkert slíkt ákvæði væri í samningsgerðinni. Hvernig ber að túlka slíkar skeytasendingar milli Seðlabanka og ríkisstjórnar? Sýna þær ekki ágreining milli aðila sem ávallt eiga að standa saman, einkum við þær aðstæður sem nú eru uppi? Er hafið ímyndarstríð um það hverjir beri ábyrgð á óvinsælum ákvörðunum? Eru einhver fordæmi fyrir fyrir slíkum yfirlýsingum af hálfu Seðlabanka, þar sem beinlínis er sett ofan í við ráðherra í ríkisstjórn? Málið á sér aukinheldur fleiri hliðar. Svo vill til að Seðlabankinn er sjálfstæður samkvæmt lögum. Hann fer með ákvörðunarvald í peningamálum og á hvorki að taka við fyrirskipunum frá alþjóðastofnunum né stjórnmálamönnum. Í samþykkt bankastjórnar er skýrt kveðið á um starfsreglur um undirbúning, rökstuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum. Er yfirlýsing Seðlabankans til marks um að farið hafi verið á svig við þau lög? Telur bankinn að hann hafi fengið bein tilmæli frá ríkisstjórn eða alþjóðastofnun? Til yfirlýsinga hvaða ráðherra er hann að vísa með yfirlýsingu sinni? Svara við þessum spurningum og fleirum hlýtur að vera að vænta á næstu dögum. Ef það er rétt, sem margt bendir til, að bankastjórar Seðlabankans fari ekki lengur með stjórn peningamála, væri hyggilegt að fá það formlega á hreint sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að ekki hafi allir fagnað ákaft þegar Seðlabanki Íslands tilkynnti óvænt um helmingshækkun stýrivaxta sinna. Margir höfðu átt von á auknu aðhaldi í peningamálastefnunni í kjölfar tilkynningar um formlegar viðræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF), en svo rosaleg hækkun kom illa við íslenskt viðskipta- og athafnalíf, sem hefur mátt þola svo mörg áföll síðustu daga og vikur. Auk þess var stutt síðan Seðlabankinn hafði lækkað vextina nokkuð ríflega, einkum með þeim augljósu rökum að aðstæður í þjóðarbúskapnum væru gjörbreyttar, samdráttur væri þegar orðinn nokkur og eftirspurn og væntingar hefðu hríðfallið. Nokkuð almennur stuðningur hefur verið hér á landi við þá ákvörðun að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Flestum ber saman um að aðrir kostir hafi tæpast verið fyrir hendi. Í rökstuðningi fyrir vaxtahækkuninni vísaði bankastjórn Seðlabankans til samkomulagsins við IMF og sagði að í því fælist beinlínis að fyrir staðfestingu þess skuli Seðlabankinn hafa hækkað stýrivexti í 18 prósent. Enn fremur var vísað til þess að við hrun bankakerfisins og harkalegar ytri aðgerðir sem í kjölfarið fylgdu hafi gjaldeyrismarkaður þjóðarinnar lamast á svipstundu. Frekari takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum væru því óhjákvæmilegar og aðhaldssamt vaxtastig sömuleiðis. Formaður bankastjórnar Seðlabankans lagði áherslu á samstöðu í máli sínu á blaðamannafundi þegar ákvörðunin var kynnt. Að allir yrðu að róa í sömu átt. Hann neitaði að upplýsa um sína persónulegu skoðun á vaxtahækkuninni, en vísaði þess í stað til samkomulags IMF og ríkisstjórnarinnar. Það sjónarmið var svo ítrekað með afgerandi hætti með sögulegri yfirlýsingu bankans í gær, þar sem trúnaði var beinlínis aflétt í þeim tilgangi að sýna fram á að samkomulag hafi orðið um slíka vaxtahækkun, jafnframt sem því var vísað á bug að ráðherrar í ríkisstjórn gætu hafa undrast vaxtahækkunina á þeim forsendum að ekkert slíkt ákvæði væri í samningsgerðinni. Hvernig ber að túlka slíkar skeytasendingar milli Seðlabanka og ríkisstjórnar? Sýna þær ekki ágreining milli aðila sem ávallt eiga að standa saman, einkum við þær aðstæður sem nú eru uppi? Er hafið ímyndarstríð um það hverjir beri ábyrgð á óvinsælum ákvörðunum? Eru einhver fordæmi fyrir fyrir slíkum yfirlýsingum af hálfu Seðlabanka, þar sem beinlínis er sett ofan í við ráðherra í ríkisstjórn? Málið á sér aukinheldur fleiri hliðar. Svo vill til að Seðlabankinn er sjálfstæður samkvæmt lögum. Hann fer með ákvörðunarvald í peningamálum og á hvorki að taka við fyrirskipunum frá alþjóðastofnunum né stjórnmálamönnum. Í samþykkt bankastjórnar er skýrt kveðið á um starfsreglur um undirbúning, rökstuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum. Er yfirlýsing Seðlabankans til marks um að farið hafi verið á svig við þau lög? Telur bankinn að hann hafi fengið bein tilmæli frá ríkisstjórn eða alþjóðastofnun? Til yfirlýsinga hvaða ráðherra er hann að vísa með yfirlýsingu sinni? Svara við þessum spurningum og fleirum hlýtur að vera að vænta á næstu dögum. Ef það er rétt, sem margt bendir til, að bankastjórar Seðlabankans fari ekki lengur með stjórn peningamála, væri hyggilegt að fá það formlega á hreint sem allra fyrst.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar