Sport

Miankova vann sleggjukast kvenna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Miankova vann sinn fyrsta stóra titil í dag.
Miankova vann sinn fyrsta stóra titil í dag.

Aksana Miankova frá Hvíta Rússlandi landaði sigri í sleggjukasti kvenna á Ólympíuleikunum þegar hún kastaði 76,34 metra en það er nýtt Evrópumet. Miankova er 26 ára og er þetta fyrsti sigur hennar á stórmóti.

Yipsi Moreno frá Kúbu tók silfrið eins og í Aþenu fyrir fjórum árum og Wexiu Zhang frá Kína vann gullið.

Fyrr í vikunni var keppt í sleggjukasti karla þar sem Primoz Kozmus frá Slóveníu vann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×