Erlent

Glitter vill ekki til Englands

Gary Glitter var sleppt á dögunum.
Gary Glitter var sleppt á dögunum.

Breski rokkarinn Gary Glitter er nú aftur í haldi lögrelgunnar á Tælandi en honum var sleppt úr fangelsi í gær. Glitter var dæmdur í fangelsi í landinu árið 2006 fyrir barnaníð.

Yfirvöld í Tælandi vilja fá hann úr landi og til Englands, en Glitter neitaði að fara um borð í flugvél sem fara átti til London í nótt. Bresk yfirvöld vilja fá hann til landsins þannig að hægt verði að meta hættuna af honum í framtíðinni.

Glitter virðist ekki vera á þeim buxunum en óttast er að hann vilji fremur láta sig hverfa til annars lands þar sem hann getur haldið áfram fyrri iðju sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×