Sport

Peirsol með heimsmet í baksundi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Aaron Peirsol kom fyrstur í mark.
Aaron Peirsol kom fyrstur í mark.

Aaron Peirsol vann gull fyrir Bandaríkin í 100 metra baksundi karla. Hann varði titil sinn frá því á Ólympíuleikunum 2004.

Peirsol setti nýtt heimsmet í greininni, synti á 52,54 sekúndum. Landi hans Matt Grevers tók silfrið en bronsinu deildu Ástralinn Hayden Stoeckel og Rússinn Arkady Vyatchanin.

Í 100 metra baksundi kvenna kom sigurvegarinn einnig frá Bandaríkjunum. Natalie Coughlin var fljótust en Kirsty Coventry frá Zimbabve hlaut silfurverðlaun, Margaret Hoelzer frá Bandaríkjunum tók brons. Gemma Spofforth frá Bretlandi hafnaði í fjórða sæti á 59,38 sekúndum en það er Evrópumet.

Þá var keppt til úrslita í 100 metra bringusundi kvenna. Leisel Jones frá Ástralíu kom fyrst í mark á nýju Ólympíumeti, 1:05,17 mínútum. Rebecca Soni frá Bandaríkjunum varð önnur en þriðja var Mirna Jukic frá Austurríki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×