Erlent

Flóð neyða þúsundir manna að flýja heimili sín

Flóð neyða marga að yfirgefa heimili sín.
Flóð neyða marga að yfirgefa heimili sín. Mynd/AP.

Flóð í Indlandi og Nepal hafa neytt um 50 þúsund manns að flýja heimili sín nú þegar mesta monsún-rigningin stendur yfir. Hafa flóðin sökkt yfir 100 þorpum í Assam héraðinu, eyðilagt heimili og uppskerulönd og neytt þúsundir að flýja á hærri grundu.

Hafa verið sett um neyðarskýli fyrir hina heimilislausu í skólum og opinberum byggingum. Margir hafa einnig tjaldað á hærri svæðum undir plastbreiðum með það littla sem eftir er að veraldlegum eigum þeirra.

Í Nepal hafa 20 þúsund þurft að yfirgefa heimili sín í suðausturhluta landsins eftir að fljót eyðilagði stíflu og flæddi yfir sex þorp.

Monsúntímabilið hófst í byrjun júní á Norður-Indlandi og í Nepal. Hafa þegar meira en 200 manns látist í Indlandi af völdum rigningarinnar; við að drukkna eða þegar hús hrynja. Í Nepal hafa um 50 manns látist.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×