Erlent

Úrskurði í nauðgunarmáli í Bretlandi breytt

Bresk yfirvöld hafa viðurkennt að hafa brotið á 25 ára konu sem var nauðgað fyrir fimm árum. Konan átti rétt á bótum en var sagt að þær myndu skerðarst um 25% vegna þess að hún var ölvað þegar henni var nauðgað.

Túlkun yfirvalda hefur nú verið snúið við. Þar af auki hefur konan fengið formlega afsökunarbeiðni og embættismenn verið ávítaðir. Á meðan að málaferlunum stóð stigu 14 aðrar konur fram og skýrðu frá því að bætur þeirra hefðu einnig verið skertar vegna þess að þær höfðu verið búnar að drekka þegar þeim var nauðgað. Bresk kvennréttindasamtök fagna niðurstöðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×