Innlent

Litla-Hraun: Fangarnir aftur komnir í klefana

Litla-Hraun
Litla-Hraun

Allir fangar á Litla-Hrauni er komnir aftur í klefa sína eftir að hafa eytt seinni part dagsins úti við.

Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri segir að vel hafi gengið og þakkar bæði starfsfólki og föngum fyrir að bregðast vel við undir erfiðum kringumstæðum í dag.

Alls eru tæplega 90 fangar vistaðir á Litla-Hrauni. Auka starfsfólk var kallað til eftir að ljóst varð að rýma þurfti fangelsið vegna jarðskjálftans í dag. Margir þeirra sem mættu þurftu að yfirgefa heimili sem urðu illa úti í jarðskjálftanum.

Margrét vildi ekki tjá sig um hvernig var brugðist við í málum einangrunarfanga í fangelsinu en tók það skýrt fram að þeir fangar hefðu ekki fengið að umgangast aðra fanga við þær aðstæður sem sköpuðust í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×