Viðskipti innlent

Segir Sterling vera orsökina fyrir rannsókninni á Stoðum

Viðskiptablaðið Börsen segir í dag að viðskipti með flugfélagið Sterling sé orsökin fyrir rannsókn skattrannsóknarstjóra á Stoðum. Í ítarlegri grein um málið ræðir blaðið m.a. við heimildarmann sem segist hafa komið rannsókninni af stað.

„Það er ég sem kom gögnum til lögreglunnar sem síðan urðu undirstaðan að rannsókninni á Stoðum," segir hinn ónafngfreindi heimldarmaður í samtali við Börsen. „Höfuðatriðið í rannsókninni er grunur um afbrot í kringum þau mörgu viðskipti sem urðu með danska flugfélagið Sterling."

Börsen nefnir m.a. að fyrrverandi eigendur Sterling séu grunaðir um að hafa tekið 300 milljónir danskra króna út úr Stoðum, þegar félagið hét FL Group, til að eiga viðskipti með Sterling á stöðugt hækkandi verði án þess að skattayfirvöld eða fjárfestar í FL Group hefðu vitneskju um málið.

Í fyrirspurn Börsen til Stoða í tengslum við greinina segir talskona Stoða í samtali við blaðið að félagið viti ekki nákvæmlega hverju skatttayfirvöld hafi verið á höttunum eftir þegar þau gerðu húsleit hjá félaginu í vikunni.

Hins vegar segir talskonan að skattayfirvöld hafi fengið í hendur öll þau gögn sem óskað var eftir en þau ná aftur til ársins 2005.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×