Innlent

Hanna Birna úthlutaði úr forvarnasjóði

Frá úthlutuninni fyrr í dag.
Frá úthlutuninni fyrr í dag.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, úthlutaði í dag styrkjum úr forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar til 12 verkefna og nemur heildarupphæðin um  25.550.000. Alls bárust 88 umsóknir.

Verkefnin sem styrkt eru að þessu sinni eru fjölbreytt og má þar nefna klúbbastarfsemi fyrir heyrrnarskert börn, opið hús fyrir íbúa í Grafarholti sem hafa nýlega misst vinnuna, myndlistarverkið Guttorm og gauraflokk í Vatnaskógi svo nokkur séu nefnd.

,,Mörg verkefnanna sem sjóðurinn styrkir ýta undir samtakamátt og samkennd meðal íbúa og það er mér sönn ánægja að veita slíkum verkefnum brautargengi” segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri í tilkynningu.

Markmið með sjóðnum er að stuðla að árangri í forvarnastarfi, eflingu félagsauðs, auknu öryggi íbúa og bættri umgengni í borginni.  Ennfremur er það hlutverk sjóðsins að gefa einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum tækifæri til frumkvæðis og nýsköpunar á sviði forvarna og framfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×