Sport

Keppni á Ólympíuleikunum hafin

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fótboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum er farin af stað.
Fótboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum er farin af stað.

Keppni á Ólympíuleikunum er hafin þrátt fyrir að opnunarhátíðin verði ekki fyrr en á föstudag. Í morgun hófst fótboltakeppni kvenna með tveimur leikjum en alls fimm leikir verða leiknir í dag.

Þýskaland og Brasilía eigast við en þar mætast sömu lið og léku til úrslita á heimsmeistaramóti kvenna. Í þeim leik vann Þýskaland svo Brasilía á harma að hefna.

Þá eru Japan og Nýja-Sjáland að eigast við en þegar þessi orð eru skrifuð er að nálgast hálfleikinn í leikjunum. Nýja-Sjáland er að vinna Japan 1-0 og náði þar með að skora fyrsta mark Ólympíuleikana.

Á morgun hefst fótboltakeppni karla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×