Erlent

Ræða refsiaðgerðir gegn Simbabve í öryggisráði

MYND/AP

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkjamenn muni taka þá hugmynd upp innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að beita frekari refsiaðgerðum gegn stjórnvöldum í Simbabve vegna stjórnmálaástandsins þar.

Eins og fram hefur komið er gengið til forsetakosninga í Simbabve í dag. Robert Mugabe, sitjandi forseti, er einn í framboði eftir að leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Morgan Tsvangirai, dró framboð sitt til baka til þess að koma í veg fyrir frekara ofbeldi gegn stjórnarandstæðingum.

Utanríkisráðherrar átta helstu iðnríkjaheims funda nú í Japan og á blaðamannafundi í morgun sagði Rice að vilji væri innan alþjóðasamfélagsins að beita refsiaðgerðum gegn Afríkuríkinu. Mugabe hefur hefur haft að engu ákall alþjóðasamfélagsins um að hætta við kosningarnar en þær segja kosningarnar ekki frjálsar vegna ofbeldis stjórnarsinna að undanförnu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×