Erlent

Suður - Ossetíumenn vilja rússneska herinn áfram

Leiðtogi Suður-Ossetíumanna, Eduard Kokoity, sagði í morgun að hann myndi fara fram á það við rússnesk stjórnvöld að þeir myndu hafa herstöð innan landamæra Suður-Ossetíu. Þjóðarleiðtogar á Vesturlöndum hafa þrýst mikið á Rússa að undanförnu um að þeir virði vopnahléssáttmála sem þeir gerðu í síðustu viku og dragi herlið sitt frá Georgíu.

Bæði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Bush Bandaríkjaforseti hafa sagt að Rússar myndu stefna samskiptum sínum við alþjóðasamfélagið í voða ef þeir hlýddu ekki skilmálum vopnahléssáttmálans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×