Juventus vann 1-0 sigur á Arsenal í síðari leik dagsins á Emirates mótinu í knattspyrnu sem fram fer í Lundúnum. Það var franski markahrókurinn David Trezeguet sem tryggði Juventus sigurinn með marki skömmu fyrir leikhlé, en var reyndar augljóslega rangstæður þegar hann blakaði aukaspyrnu Vincenzo Iaquinta í netið.
Fyrr í dag vann Real Madrid 2-1 sigur á HSV frá Þýskalandi og mótið heldur áfram eftir hádegi á morgun og verða bæði leikir HSV-Juventus (kl. 12:50) og Arsenal-Real Madrid (kl 15:20) sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport.