Erlent

Miðstéttarfólk með 200 milljónir í laun á ári

John McCain forsetaframbjóðandi Republikana.
John McCain forsetaframbjóðandi Republikana.

„Einungis þeir sem hafa 400 milljónir íslenskra króna í árstekjur geta talist ríkir" sagði John McCain forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum á framboðsfundi í gær og hlaut miklar háðsglósur frá mótframbjóðenda sínum fyrir vikið.

Kappræður á milli McCain og Barack Obama forsetaframbjóðandi Demókrata fóru fram í Albuquerque í Nýju Mexíkó í gær. Þeir voru beðnir um að skilgreina hugtakið auðlegð. McCain sagði að ef spurningin snerist um það hvað gæti kallast góðar tekjur þá sagði hann að þeir sem hefðu meira en fimm milljónir bandaríkjadala, eða um 400 milljónir íslenskra króna, í árstekjur gætu talist ríkir.

Obama sagði að McCain kynni ekki að lesa í efnahagslífið og hans verk myndu stuðla að því að hinir ríku yrðu ríkari á þeim tíma sem flestir Bandaríkjamenn gengu í gegnum efnahagslega erfiðleika.

Obama hefur að undanförnu gagnrýnt hugmyndir McCains í skattamálum. En í gær sagðist hann skilja hvers vegna hugmyndir McCains gerðu ráð fyrir því að þeir sem hefðu 200 milljónir íslenskra króna í tekjur fengju hundruði þúsunda í skattaafslátt. Þeir væru jú bara miðstéttarfólk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×