Viðskipti innlent

Promens byggir nýja verksmiðju í Slóvakíu

Promens framleiðir meðal annars plasthluti fyrir bílaiðnaðinn eins og mælaborð.
Promens framleiðir meðal annars plasthluti fyrir bílaiðnaðinn eins og mælaborð.

Íslenska plastframleiðslufyrirtækið Promens hefur undirritað samning um byggingu og leigu á nýju, sérhönnuðu verksmiðjuhúsnæði fyrir plastverksmiðju sína í bænum Nitra í Slóvakíu.

Sú kemur í stað gamallar verksmiðju og getur orðið rúmlega tíu þúsund fermetrar. Bent er á að verksmiðjan sé á einkar góðum stað þar sem þar eru framleiddir ýmsir plasthlutir fyrir bílaiðnaðinn, en Audi, Hyundai, Opel, Skoda og Volkswagen er meðal fjölmargra bílaframleiðenda sem eru í nágrenni verksmiðju Promens.

Promens, sem er meðal annars í eigu Atorku og Landsbankans, rekur yfir 60 verksmiðjur í Evrópu, Norður-Ameríku, Asíu og Afríku þar sem framleiddar eru ýmsar umbúðir og plastvörur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×