Erlent

OJ Simpson sakfelldur fyrir vopnað rán

Ruðningskappinn O.J. Simpson var í gærkvöldi sakfelldur fyrir vopnað rán og tilraun til mannráns og gæti átt yfir höfði sér lífstíðar fangelsi. Dómari úrskurðar um refsingu í desember.

Fyrir rétt rúmu ári réðust Simpson og félagi hans vopnaðir inn á hótelherbergi í Las Vegas. Þar ógnuðu þeir tveimur mönnum og rændu íþróttaminjagripum sem Simpson sagðist vera að endurheimta.

Í gær voru þrettán ár upp á dag frá því Simpson var sýknaður af ákærum um að hafa myrt eiginkonu sína, Nicole, og vin hennar Ronald Goldman.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×