Innlent

Skaftárhlaup í rénun

Frá Skaftá í gær. Mynd/ Guðmundur Ingi.
Frá Skaftá í gær. Mynd/ Guðmundur Ingi.

Skaftárhlaupið, sem hófst í gær virðist vera í rénun og telst þá til lítilla hlaupa í ánni. Meðal rennsli í henni er um 150 rúmmetrar á sekúndu, en fór upp í 364 rúmmetra í gærkvöldi. Síðan hélst rennslið stöðugt fram á nótt en á sjötta tímanum í morgun hafði það minnkað niður í 352 rúmmetra. Í stærstu hlaupum fer rennslið allt upp í átján hundruð rúmmetra. Björgunarsveitarmenn vöktuðu ánna ofanverða og huguðu að ferðamönnum, en engin óhöpp urðu og ekki hlaust tjón af hlaupinu.-








Fleiri fréttir

Sjá meira


×