Sviss finnur fyrir sama sársaukanum og Ísland 1. desember 2008 10:48 Sviss finnur fyrir sama sársaukanum og Ísland þessa daganna. Að vísu hefur þessi háborg fjármála heimsins ekki hrunið en tapið af bankastarfsemi landsins er gríðarlegt og fer versnandi. Svipað og Ísland er Sviss utan Evrópusambandsins og þjóðin mjög stolt af sjálfstæði sínu. En Svisslendingar velta því fyrir sér þessa dagana hvort þeir séu í rauninni ónæmir fyrir sömu örlögum og Íslendingar. Í umfjöllun um málið á Bloomberg-fréttveitunni kemur fram að þótt Sviss sé við betri heilsu en Ísland þessa daganna byggist efnahagslíf landsins að mestu á bankakerfi þess og vetraríþróttum. Og bankakerfið hefur ekki farið varhluta af fjármálakreppunni sem ríkir í heiminum þessa stundina. Markaðsvísitala Sviss hefur lækkað um 31% á árinu og sumir af bönkunum sem hafa heimilisfang við Bahnhofstrasse í Zurich hafa tapað ævintýralegum upphæðum. Nefna má að UBS AG, flaggskipið í bankaflota Sviss, tapaði mestu allra banka í Evrópu á þessu ári. Seðlabanki Sviss neyddist til að aðstoða UBS með lánum og fyrirgreiðslu að stærðargráðunni yfir 8.000 milljarða kr. Margir svissneskir bankamenn og fjölskyldur bregðast við þessu með því að flytja á brott. Bloomberg greinir frá einum slíkum, Michale Baer, afkomenda þekktustu bankafjölskyldu landsins. Baer tók sig til og flutti sína eigin bankastarfsemi alfarið til Dubai árið 2006. Efnahagslíf Íslands mun skreppa saman um 10% á næsta ári sökum hruns bankakerfisins og afleiðingum þess. OECD reiknar með að efnahagur Sviss minnki um 0,2% á sama tíma. Það er kannski ekki mikill samdráttur m.v. það sem er að gerast í heiminum. En fyrir Svisslendingar sem ekki eru vanir öðru en stöðugum, en þó hægum hagvexti, eru þetta ekki góðar fréttir. Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sviss finnur fyrir sama sársaukanum og Ísland þessa daganna. Að vísu hefur þessi háborg fjármála heimsins ekki hrunið en tapið af bankastarfsemi landsins er gríðarlegt og fer versnandi. Svipað og Ísland er Sviss utan Evrópusambandsins og þjóðin mjög stolt af sjálfstæði sínu. En Svisslendingar velta því fyrir sér þessa dagana hvort þeir séu í rauninni ónæmir fyrir sömu örlögum og Íslendingar. Í umfjöllun um málið á Bloomberg-fréttveitunni kemur fram að þótt Sviss sé við betri heilsu en Ísland þessa daganna byggist efnahagslíf landsins að mestu á bankakerfi þess og vetraríþróttum. Og bankakerfið hefur ekki farið varhluta af fjármálakreppunni sem ríkir í heiminum þessa stundina. Markaðsvísitala Sviss hefur lækkað um 31% á árinu og sumir af bönkunum sem hafa heimilisfang við Bahnhofstrasse í Zurich hafa tapað ævintýralegum upphæðum. Nefna má að UBS AG, flaggskipið í bankaflota Sviss, tapaði mestu allra banka í Evrópu á þessu ári. Seðlabanki Sviss neyddist til að aðstoða UBS með lánum og fyrirgreiðslu að stærðargráðunni yfir 8.000 milljarða kr. Margir svissneskir bankamenn og fjölskyldur bregðast við þessu með því að flytja á brott. Bloomberg greinir frá einum slíkum, Michale Baer, afkomenda þekktustu bankafjölskyldu landsins. Baer tók sig til og flutti sína eigin bankastarfsemi alfarið til Dubai árið 2006. Efnahagslíf Íslands mun skreppa saman um 10% á næsta ári sökum hruns bankakerfisins og afleiðingum þess. OECD reiknar með að efnahagur Sviss minnki um 0,2% á sama tíma. Það er kannski ekki mikill samdráttur m.v. það sem er að gerast í heiminum. En fyrir Svisslendingar sem ekki eru vanir öðru en stöðugum, en þó hægum hagvexti, eru þetta ekki góðar fréttir.
Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf