Innlent

Fjögurhundruð björgunarsveitamenn voru að störfum

Fjögurhundruð björgunarsveitarmenn voru að störfum í gær.
Fjögurhundruð björgunarsveitarmenn voru að störfum í gær.
Um það bil tveimur tímum eftir skjálftann var kominn mikill fjöldi björgunarsveitafólks á svæðið með ýmsan búnað. Þegar mest var voru um 400 björgunarsveitarmenn að störfum, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.

Tekið hefur verið saman yfirlit yfir viðbúnað björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar vegna jarðskjálftanna. Meðal annars var notast við 70 björgunarbifreiðar, tvo stjórnstöðvabíla, níu stór tjöld, um 100 ferðarúm og 550 teppi, sexhjól og fjórhjól og fleira.

Þá var notaður rústabjörgunarbúnaður, einn gámur og sex rústabjörgunarkerrur sem m.a. innihalda brotvélar, sagir, rafstöðvar, hlustunarbúnað og myndavélar svo fátt eitt sé nefnt. Þessum búnaði fylgdu sérþjálfuð rústabjörgunarteymi.

Á þessari stundu eru um 50 björgunarsveitarmenn að störfum og anna þeir þeim beiðnum um aðstoð sem berast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×