Erlent

Kynlíf á ströndinni gæti kostað sex ár í fangelsi

Ensk kona sér fram á allt að sex ára fangelsi í Dubai eftir að hún stundaði kynlíf með ferðafélaga sínum á opinberri baðströnd í landinu. Kynlíf utan hjónabands er stranglega bannað í Dubai.

Lögreglumaður kom að konunni og félaga hennar í áköfum atlotum á ströndinni. Í fyrstu bað lögreglumaðurinn þau einfaldlega að hætta þessu og hélt sína leið. Er hann átti leið um ströndina skömmu síðar voru þau aftur komin í gang.

Lögreglumaðurinn ætlaði þá að sekta þau en mætti fúkyrðaflaumi frá konunni. Það leiddi til þess að hún var handtekin og verður réttað í máli hennar bráðlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×