Erlent

Bresk stjórnvöld sökuðu um að hafa sofið á verðinum

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands.

Bresk stjórnvöld hafa verið sökuð um „andvararleysi" eftir að þau virtu að vettugi viðvaranir um að íslensku bankarnir gætu farið á hausinn. Tveir þingmenn úr sitthvorum flokknum ræddu þessi mál við ráðherra í júlí.

Þingmennirnir tveir ræddu málin við fjármálaráðherra, Alistari Darling, og höfðu áhyggjur af því hvort sparifjáreigendur nytu verndar laganna gagnvart íslensku bönkunum.

Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins í kvöld.

Annar þeirra, Oakeshott lávarður segir: „Aðvörunarbjöllur glumdi allsstaðar varðandi íslensku bankanna og Fjármálaráðuneytið hlýtur að hafa verið bæði blint og heyrnarlaust ef það heyrði ekki í þeim."

En talsmaður fjármálaráðuneytisins segir að ráðherrann hafi á þeim tíma gert mönnum ljóst að íslensk stjórnvöld hefðu lagalegar skyldur til þess að standa straum af inneignum sparifjáreigenda.

„Við væntum þess að íslensk stjórnvöld standi við þessar skuldbindingar."

Talsmaðurinn sagði einnig að nefnd á vegum ráðuneytisins væri nú á Íslandi til þess að finna lausn á vandanum.

„Þetta er hluti af áætlun ráðuneytisins til þess að vernda sparifjáreigendur og ábyrgjast að lagalegar skuldbindingar gagnvart breskum sparifjáreigendum séu virtar."

Fram kom í máli Geirs H. Haarde í dag að umrædd sendinefnd myndi hittast í fyrramálið og fara yfir málið með íslenskum stjórnvöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×