Erlent

Væri nær að banna svínakjöt til þess að koma í veg fyrir salmonellu

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn.

Danskir stjórnmálamenn ættu að banna danskt svínakjöt ef þeir vilja koma í veg fyrir salmonellusmit segir matvælasérfræðingur þar í landi.

Fram hefur komið að yfir 600 manns hafi að undanförnu sýkst af salmonellu eftir að hafa neytt svínakjöts. Heilbrigðiseftirlitið í Danmörku er nær öruggt um að sýkingarnar sé að finna í dönsku kjöti en ekki innfluttu eins og stjórnmálamenn þar í landi hafa haldið fram.

Umræddur matvælafræðingur bendir á að nærri átta prósent af dönskum svínum séu sýkt af salmonellu og segir að Dönum væri nær að kaupa svínakjöt af Svíum. Í frétt Jótlandspóstsins kemur fram að Danir séu langt á eftir nágrönnum sínum í baráttunni við salmonellu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×